“Boy becomes girl. Girl becomes boy. Falling in love was never this complicated.”

Your Name er nokkuð mögnuð japönsk teiknimynd gerð eftir skáldsögu leikstjórans, Makoto Shinkai. Myndin fjallar um stúlku og dreng sem lifa ólíku lífí á ólíkum stöðun en lenda í því að skipta um líka í tíma og ótíma eins furðulegt og það kann að hljóma. Sagan er virkilega vel skrifuð og teikningar og frágangur er allt fyrsta flokks.

Þessi mynd er nr. 79 á lista imdb yfir bestu kvikmyndir allra tíma sem ætti að segja ansi mart um gæði myndarinnar. Mér fannst helsti gallinn við myndina vera hræðileg tónlist sem minnti mig á tónlist sem loðir oft við Bollywood myndir. Fyrir utan það er erfitt að benda á galla. Mæli með þessari.

“Treasure the experience. Dreams fade away after you wake up.“

Leikstjóri: Makoto Shinkai (The Garden of Words)