Warner Bros framleiðslufyrirtækið hefur víst fulla trú á David Yates og Fantastic Beasts And Where To Find Them (FBAWTFT í styttingu) þar sem þeir kynntu útgáfudag á myndinni og að J.K Rowling er búin að vinna í handritinu.

Warner Bros gaf út tilkynninguna að FBAWTFT 2 hefur fengið útgáfudaginn 18.nóvember eða alveg sama útgáfudag og fyrri myndin. Einnig í tilkynningunni sögðu þeir frá því að David Yates muni snúa aftur í leikstjórastólinn og mun Fantastic Beasts framhaldið verða sjötta myndin hans í Harry Potter kvikmyndabálknum, þótt að tæknilega séð gerast myndirnar um 80 árum á undan atburðunum sem við þekkjum úr Harry Potter myndunum.

Talið er líklegt að flestir aðalleikararnir úr fyrri myndinni muni snúa aftur í framhaldið, en þau eru: Eddie Redmayne, Dan Fogler, Ezra Miller og Katherine Waterson.

Þar sem myndin tengist Harry Potter heimnum er enginn hætta á því að myndin hagnast ekki nóg til að Warner Bros hætti við framhaldið. En núna er bara að bíða til nóvembers og síðan sjá þennan fallega galdra heim aftur.