„Brothers by blood. Enemies by chance. Killers by nature.“

A Better Tomorrow er myndin sem kom John Woo á kortið sem leikstjóra, gerði Chow Yun-Fat að stórstjörnu og beindi athygli kvikmyndaheimsins að Hong Kong. Þetta er ein vinsælasta mynd allra tíma í Hong Kong og hún er enn ein sú besta.

Myndin fjallar um þrjá bræður, einn er lögga en hinir tveir eru glæpamenn. Það er mikið drama þegar þessir heimar rekast á og blóðbað er óumflýjanlegt. Það eru frábærir skotbardagar eins og í flestum John Woo myndum en á þessum tíma var hann ekki alveg búinn að sleppa sér í slow motion byssu ballet sem einkenndi myndir eins og The Killer. Að sama skapi eru ekki stór áhættuatriði eins og í Hard Boiled. Þessi mynd er lítil og ódýr en áhrifamikil og eldist mjög vel.

Það voru gerð tvö framhöld af myndinni (Woo leikstýrði nr. 2) og svo var gerð endurgerð nýlega sem er sennilega best að sleppa.

„Once a thief, it’s not easy to turn your life around.“

Leikstjóri: John Woo