“Their powers would make them different. But destiny would make them allies.”

Fimmta X-Men myndin tók nokkuð óvænta stefnu. Í stað þess að gera annað framhald var ákveðið að fara aftur í tímann og sýna hvernig þetta byrjaði allt saman. Fenginn var ungur og sjóðheitur leikstjóri til að hleypa fersku blóði og 60’s stemningu í seríuna. Myndin heppnaðist að mestu leyti mjög vel en þyrfti þó að glíma við vandamál sem tengdust því að kynna til sögunnar margar persónur og útskýra uppruna þeirra.

Líkt og í fyrstu X-Men myndinni er helsti styrkleikur myndarinnar frábærir leikarar í aðalhlutverkum. Það þurfti eitthvað almennilegt til að leysa af Patrick Stewart og Ian McKellan. James McAvoy og Michael Fassbender eru feiknasterkir leikarar og lykilmenn í seríunni frá þessum tímapunkti. Það var líka gaman að fá Kevin Bacon í hlutverk illmennis og auðvitað Jennifer Lawrence sem hina fallega bláu Mystique.

Þessi mynd er mjög skemmtileg en það eru smá gallar hér og þar. Mér fannst t.d. mjög þvingað þegar verið var að troða ofurhetjunöfnum á alla. Fjarvera (að mestu) Wolverine er eitthvað sem skiptir máli en hann er klárlega besta persónan í X heiminum. Aðrir reyna að fylla í skarðið (Beast) en það dugar ekki alveg til. Þessi mynd leggur grunninn að frábæru framhaldi.

“What will kill the humans will only make us stronger.”

Leikstjóri: Matthew Vaughn (Stardust, Layer Cake, Kick-Ass, Kingsman 1-2)