„We’re off to see the Wizard, the wonderful Wizard of Oz!“

The Wizard of Oz fjallar um Dorothy sem er leikin af söngkonunni Judy Garland. Lag hennar Over the Rainbow stendur upp úr en þetta er meira og minna söngleikur með eftirminnilegum lögum eins og Follow the Yellow Brick Road og We’re Off to See the Wizard. Sagan er einstök og allar persónur eru vel útfærðar og skilgreindar. Búningahönnun og leikmynd er framúrskarandi, það hefur greinilega farið ótrúleg vinna í alla hönnun. Líkt og nýjar myndir eins og Inception og Sucker Punch gerist hún í raun- og draumaheimi. Það er útfært á ótrúlega áhrifaríkan hátt þar sem raunheimurinn er gjörsamlega litlaus en draumaheimurinn eins og Technicolor sýrutripp. Þessi mynd er 101 mínúta af kvikmyndatöfrum sem er nauðsynleg í eðlilegu kvikmyndauppeldi barna.

„Toto, I’ve a feeling we’re not in Kansas any more.“

Leikstjóri: Victor Fleming (Gone With The Wind, Dr. Jekyll and Mr. Hyde)