“Be careful what you wish for.”

Tíundi áratugurinn var mjög góður fyrir áhugaverðar hryllingsmyndir. Menn þorðu að taka áhættur og praktískar brellur þess tíma voru yfirleitt mjög vel gerðar. Þessi mynd féll í skuggann af myndum eins og Hellraiser og A Nightmare on Elm Street en hún er greinilega bein afleiðing af svoleiðis myndum. Myndin fjallar um óskapúka sem kallast Djinn. Hann getur veitt allar mögulegar óskir en eignast í kjölfarið sál þess sem fékk óskina uppfyllta. Góður díll?

Myndin tekur sig nokkuð alvarlega og er bara nokkuð vel leikin. Púkinn sjálfur er mjög vel heppnaður og það er gaman að sjá hvernig hann nær að snúa út úr óskunum svo þær endi á versta veg. Ef þið hafið gaman af yfirnáttúrulegum hryllingsmyndum verðið þið að sjá Wishmaster, það er svo einfalt.

“Run, insect. Run and tell those you will, what you will. Tell them there is something loose in their city which feeds on wishes. But tell them quickly, while you still have a soul.”

Leikstjóri: Robert Kurtzman (Buried Alive)