Önnur, og að mati margra, besta mynd Nolan. Þrátt fyrir að vera orðin 16 ára gömul er ekki ein einasta mynd sem nær að afreka það sem hún gerir svona frábærlega. Þar sem hún er spiluð í öfugri röð er verulega ruglað í frásögninni á hressandi hátt. Nolan bræðrum tekst líka að skrifa einstaklega góða glæpamynd þar aðalpersónan veit jafnvel minna en áhorfandinn um hvað sé í gangi þökk sé minnisleysi. Þar sem hann byggir allt á eigin staðreyndum þá er stanslaus óvíssa. Flétturnar eru afhjúpaðar í gegnum alla myndina og heldur hún þér þannig stöðugt á tánum. Það er magnað að hugsa til þess að þetta sé ekki nema önnur mynd Nolans þar sem leikararnir, myndavélin, handrit og leikstjórn er allt óaðfinnanlegt. Því miður lítið hægt að segja um söguþráðinn þar sem þessi er best ef maður veit ekki neitt. En hún mun hrista rækilega í þér. Treystu okkur.

 

Horfðu á trailer