“Joyous entertainment for every season, any year!!!!”

Nei, það eru ekki komin jól en ég fékk samt þá frábæru hugmynd að kíkja á White Christmas. Þessi mynd var vinsælasta kvikmynd ársins 1954 en vann þó engin merkileg verðlaun. Lagið White Christmas hafði slegið rækilega í gegn nokkrum árum áður og útgáfa gullbarkans Bing Crosby er eitt vinsælasta lag allra tíma.

Það kom mér á óvart að þetta er ekki mjög jólaleg mynd. Lagið góða er tekið í byrjun og í lokin en þess á milli er þetta meira og minna rómantísk gamanmynd. Það sem hefur hana upp á annað plan er fyrst og fremst sjarmi í tonnatali og auðvitað lagið sem er alltaf jafn töfrandi. Ekki bíða fram að jólum, það má opna pakkana snemma í ár!

White Christmas er fyrsta myndin sem var tekin upp með VistaVision, tækni til að ná fram hágæða mynd sem varð úreld á nokkrum árum.

“My dear partner, when what’s left of you gets around to what’s left to be gotten, what’s left to be gotten won’t be worth getting, whatever it is you’ve got left.”

Leikstjóri: Michael Curtiz (The Adventures of Robin Hood, Casablanca)