“Think Fast. Drive Faster.”

Frank Grillo ætti að vera flestum unnendum kvikmynda kunnugur. Hann lét t.d. Captain America finna fyrir því í Civil War en hann hefur verið í aukahlutverkum í fjölmörgum myndum. Hér fær hann að njóta sín í aðalhlutverki og stendur sig svona ferlega vel. Þessi mynd er úr framleiðslu Netflix og er gott dæmi um hvað er hægt að gera með lítinn pening, gott handrit og hæfan leikstjóra.

Myndin fjallar um flótta bílstjóra sem vekur strax minningar úr Drive og Baby Driver. Þessi mynd er hinsvegar allt öðruvísi og líkist meira adrenalínmyndum eins og Running Scared eða jafnvel Pusher. Myndin gerist meira og minna í rauntíma og fylgir bílstjóranum eftir eitt erfitt kvöld. Meirihluti myndarinnar gerist inni í bílnum eins og í Locke með Tom Hardy, sem er nokkuð vanmetin mynd. Wheelman er hröð og spennandi ræma í þéttar 82 mínútur. Kíkið á hana.

“You don´t listen to me, you´re gonna get hurt.”

Leikstjóri: Jeremy Rush (frumraun leikstjórans)