Reddit-notandinn Lumpawarroo hefur tekið saman skothelda kenningu um að karakterinn sem allir elska að hata, Jar Jar Binks, sé í raun brjáðsnjall Sith Lord sem aðstoðaði Palpatine í alheimsyfirráðum sínum. Ekki nóg með það heldur sé hann einnig þautþjálfaður með Mættinum og muni spila lykilhlutverk í nýju Star Wars myndunum.

Þessi staðhæfing hljómar auðvitað algjörlega út í hött en Reddit-notandinn hendir ekki frá sér þessari pælingu án þess að styðja hana með prýðindis rökum.

Meðal annars tekur hann fram að það sé í raun enginn jafn heppinn og Jar Jar. Í öllum bardögum sé hann í raun ekki svona klaufalegur og misheppnaður heldur sé að beita hinni háþróuðu bardaga aðferð „Drunken Fist Wushu“ sem á uppruna sinn frá Kung Fu og Shaolin-munkum sem Jedi-riddararnir eru einmitt byggðir á. Notandinn kemur svo með sýnidæmin sem eru hér fyrir neðan.

Jar Jar kipping-up

Zui Quan Comparison

Jar Jar „sloshing“

Zui Quan Comparison

Jar Jar Sweeps the Leg

Zui Quan Comparison

Ástæðan fyrir því að Jar Jarnáði jafnlangt og hann gerði í myndunum (fyrir þá sem ekki muna þá var hann kominn í The Galactic Senate) átti í rauninni að hafa verið hugabrenglun að hans hálfu. Að Jar Jar hafi einfaldlega stjórnað huga fólks og komið sér áfram með þeim hætti. En þar sem það sést alltaf langar leiðir þegar Jedi notar hugarbrengl, eins og sést hér og hér, þá getur ekki verið að Jar Jar hafi notað þá aðferð.
Eða hvað?

Reddit-notandinn fann öll atriðin þar sem Jar Jar brenglar sér leið inn í hærri og hærri stöður.

Jar Jar nær sér í stöðu hershöfðingaJar Jar kemur sér inn í þingið – Jar Jar brenglar huga allra stjórnmálamanna heimsins

Með allt þetta í huga er greinilegt að það sé hægt að gera ráð fyrir því að Jar Jar og Palpatine hafi unnið sama í að koma þessu öllu af stað. Þeir eru báðir frá sömu plánetunni, sem í Star Wars heiminum er sambærilegt því að vera nágrannar, og þar af leiðandi hljóta þeir að hafa þekkst. Sérstaklega þegar Jar Jar Binks var rekinn úr sínu eigin samfélagi. Ef að það er ekki nægilega sannfærandi þá er hægt að líta til þess að löngu eftir að Jar Jar var „plataður“ í að styðja og kjósa Palpatine í Episode II þá er hann ennþá að elta og hanga í kringum hann eins og sést hér. Þegar engin alvöru ástæða er til staðar, af hverju ætti Jar Jar Binks enn að vera nálægt honum?

Notandinn viðurkennir hins vegar að þetta sé auðvitað langsótt en svarar þó sjálfum sér með því að taka það fram að það hafi ekki verið nein ástæða fyrir George Lucas að búa til þessa persónu, með þennan forvitnilega og óvissa bakgrunn, og gera svo ekkert við hann. Frekar hafi raunin verið sú að Lucas hafi gert áætlanir um að afhjúpa Jar Jar sem illan karakter í EP II eða EP III en hafi bugast yfir hatri aðdáenda og ekki gengið í gegn með upprunalegu áætlanir sínar þar sem þær töldu of áhættusamar.

Þar næst telur hann að það sé góður möguleiki á að Jar Jar komi fram í næstu mynd þar sem að engin viti í raun og veru hvað gerðist við hann. Einnig sést í upptöku á bakvið tjöldin við gerð nýju myndarinnar að þeir séu að nota grímur og búninga sem svipa til Jar Jar.

Hvað finnst ykkur um þetta?
Haldið þið að þetta gangi upp?
Eða var Jar Jar bara einungis skapaður til að kæta börnin og (vonandi) selja leikföng?

Ef þið viljið lesa alla kenninguna eins og hún leggur sig má finna hana hér á Reddit.