Um helgina lendir gamandramað Snjór og Salóme í bíó, en um er að ræða nýjustu myndina úr smiðju Sigurðar Antons og segir frá sérstökum ástarþríhyrningi. Fyrir tveimur árum kom annars út önnur mynd frá sömu aðstandendum (meira að segja með megninu af sömu leikurum) sem aldrei hlaut DVD útgáfu. Sú mynd heitir Webcam og fjallar um framhaldsskólastelpu sem ákveður að gerast „cam-stúlka“ eftir að hún kynnist strák með gægjuhneigð. Í kjölfarið á þessari nýju atvinnu er fjallað um þau áhrif sem þetta hefur á ástarsamböndin og fjölskyldulífið.

Anna Hafþórsdóttir og Telma Huld Jóhannesdóttir fara með aðalhlutverkin í Webcam, rétt eins og þær gegna lykilrullum myndarinnar Snjór og Salóme.

Webcam hefur verið í einhvern tíma aðgengileg á VOD-inu, en ef þú vilt spreða helmingi minni pening í það að sjá myndina þá er hún einnig fáanleg á Vimeo. Kostar aðeins 2,99 dollara að leigja hana yfir 48 stundir, eða rétt í kringum 400 kr. Sumir myndu kalla það fínan prís til þess að fá að sjá Júlí Heiðar á typpinu.

Webcam from Stofa 224 on Vimeo.

 

Við bendum einnig á að aðstandendur myndarinnar gerðu tvö commentary fyrir myndina (eitt „technical“ og annað með leikurum), en fólk sem vill hlera aðeins á bakvið tjöldin getur nálgast hljóðrásirnar hér og kíkt á myndina með leikstjóranum og co.