Nú eru tökur á Guardians of the Galaxy, Vol. 2 komnar á fullt skrið og setti leikstjóri myndarinnar, James Gunn, inn kynningarmynd á Facebook síðuna sína.

Þar má sjá meðal annars Groot, en á myndinni er hann nánast jafn lítill og hann var í lok síðustu myndar, nema nú hefur hann yfirgefið pottinn sem hann var settur í til að vaxa eftir að hann bjargaði öllum í fyrri myndinni og eru fætur búnir að vaxa á hann.

Aðdáendur Pom Klementieff geta hins vegar glaðst því Gunn staðfesti á Twitter að hún myndi leika Mantis, sem þeir sem lesa teiknimyndasögurnar munu þekkja.

En hann bætti við að fólk þyrfti að bíða eftir að fá að vita hvaða hlutverk aðrir nýráðnir leikarar i myndinni, eins og Kurt Russell, munu leika.