„Their escape was just the beginning.“

The Way Back er sönn saga byggð á bók Slavomir Rawicz sem ásamt sex öðrum mönnum flúði fangabúðir Sovétmanna (Gulag) árið 1940 og fór fótgangandi um 6.400 kílómetra frá Síberíu til Indlands í gegnum harðan vetur, heita eyðimörk og há fjöll. Það er pínu kjánalegt en myndin minnti mig á The Lord of the Rings þar sem þetta er meira og minna eitt langt ferðalag þar sem menn lenda í ýmsum ævintýrum og erfiðum aðstæðum. Landslagið er geðveikt og myndatakan mjög flott. Dragos Bucur leikur stærsta hlutverkið en með honum eru mikilmennin Ed Harris og Colin Farrell sem skartar flottum rússneskum hreim. Ég hefði viljað fá aðeins meiri dýpt í persónur en allur leikur er til fyrirmyndar. Þetta er gríðarlega vönduð epísk saga sem er frábærlega vel gerð af einum áreiðanlegasta leikstjóra Hollywood.

„Go over The Himalayas, how?“ ….“We walk“

Leikstjóri: Peter Weir (Gallipoli, Witness, The Mosquito Coast, Dead Poets Society, Fearless, The Truman Show, Master and Commander: The Far Side of the World)