„Fight for family“

Warrior er gjarnan líkt við The Fighter af augljósum ástæðum. Þetta er mynd um mikið fjölskyldudrama milli bræðra sem stunda bardagaíþróttir. Það er hinsvegar ýmislegt sem minnir á myndir eins og Rocky og mótamyndir eins og Best of the Best og Bloodsport. Allir leikarar standa sig mjög vel, ég er séstaklega hrifinn af Tom Hardy sem er alltaf góður þegar hann er brúnaþungur og alvarlegur. Nick Nolte stendur líka alltaf fyrir sínu og Joel Edgerton fullkomnar þríeikið.

Það eru margir kostir við þessa mynd. Hún er áhrifaríkt fjölskyldudrama með spennandi bardögum, skemmtilegum æfingaatriðum og ýmislegu MMA tengdu sem er gaman fyrir þá sem þekkja til, eins og innlit frá Rashad Evans og Stephan Bonner. UFC bardagamennirnir Anthony Johnson og Nate Marquart leika meira að segja andstæðinga í myndinni.

Myndin er hinsvegar ekki gallalaus. Í fyrsta lagi fannst mér mjög ótrúlegt að náungi eins og persóna Edgerton gæti verið samkeppnishæfur við bestu bardagamenn í heimi. Ekki það að hann gæti það ekki en hann þyrfti að hafa verið í stífum æfingum í langan tíma áður. Og af hverju virtist enginn af þeim kunna Jiu-jitsu? Það voru nokkrar klisjur á ferðinni en yfirleitt voru þær vel útfærðar og virkuðu næstum ferskar. Það var hinsvegar allt of auðvelt að sjá fyrir hvert sagan stefndi sem tók svolítið úr spennunni. Warrior er, þrátt fyrir að vera ekki fullkomin, frábær mynd sem gerir nánast allt rétt.

„I remember him, too. I remember him being very unmemorable.“

Leikstjóri: Gavin O’Connor (Pride and Glory, The Accountant)