“He´s still dead, but he´s getting warmer.”

Eftir frekar dapra hálfa seríu af The Walking Dead ákvað ég að leita annað í leit að líflegum uppvakningum. Ég átti alltaf eftir að sjá þessa mynd frá 2013 svo valið var auðvelt. Warm Bodies er skemmtilega öðruvísi zombie mynd. Þetta er eiginlega rómantísk gamanmynd með uppvakningum, eða zom-com.

Nicholas Hoult, sem fólk ætti að þekkja sem Beast í X-Men eða sem Nux í Mad Max: Fury Road, leikur hér uppvakning með tilfinningar. Hann man ekki nafnið sitt og man lítið úr lífinu sínu og borðar fólk af því að hann hreinlega ræður ekki við sig. Svo gerist eitthvað, hann hittir lifandi stelpu og þaðan rúllar garnið.

Þetta er vel gerð og mjög vel skrifuð mynd. Það er góður húmor í gangi og skemmtilegar pælingar. Það er líka smá spenna en ég var sérstaklega hrifinn af beina uppvakningunum sem voru lengra leiddir og voru orðnir algjörar ófreskjur. Ég var að fýla þessa mynd mjög vel og er nú loksins búinn að fá minn skammt af uppvakningum.

“There’s a lot of ways to get to know a person. Eating her dead boyfriend’s brains is one of the more unorthodox methods, but…”

Leikstjóri: Jonathan Levine (50/50, The Wackness, The Night Before)