“For freedom. For family. For the planet.”

 

Þriðja og sennilega síðasta myndin í þessum nýja Planet of the Apes þríleik er sú besta hingað til. Þetta er ein af fáum seríum þar sem myndirnar verða betri og betri. Á heildina litið eru þessar þrjár myndir einstakt afrek og þær fara í hóp með bestu þríleikum allra tíma. Persónuþróun og andlegt ferðalag Ceasar yfir þessar myndir er algjörlega magnað og jafnast á við Frodo Baggins eða jafnvel Michael Corleone.

Þessi mynd er hörð og átakanleg. Það eru engir Hollywood sykurpúðar hér á ferð og það besta er að aparnir eru í algjöru aðalhlutverki. Mannfólkið er fyrst og fremst í bakgrunni og það er Andy Serkis sem eignar sér myndina í hlutverki Ceasar. Draugur Koba ásækir hann og hatrið hótar að breyta honum í eitthvað sem hann ætlaði sér aldrei. Í myndinni eru nokkrar vel heppnaðar nýjar persónur eins Bad Ape og mállausa stelpan, en af gömlu persónunum er það órangútinn Maurice sem stendur upp úr. Þessi mynd hittir beint í hjartastað. Ekki missa af henni.

“All of human history has lead to this moment. The irony is we created you. And nature has been punishing us ever since. This is our last stand. And if we lose… it will be a Planet of Apes.”

 

Leikstjóri: Matt Reeves (Cloverfield, Dawn of the Planet of the Apes)