Það styttist óðum í að Deadpool fari í sýningar um allan heim en gagnrýnendur fengu að bera hana augum aðeins fyrr en hinn venjulegi áhorfandi. Dómarnir streyma því inn og eru hingað til alflestir jákvæðir.

trinity-1

Allir eru sammála um að hér sé komin mynd sem hefði nánast ekki getað heppnast betur og fangi anda Deadpool fullkomlega. Við hjá Bíóvefnum erum búin að sjá hana og lofum hana hástöfum. Eins og staðan er núna, þegar þetta er ritað, stendur myndin í 97% á RottenTomatoes.

Tökum nokkur dæmi frá gagnrýnendum stærstu miðlana til að auka spennuna.

„Frábær breyting frá „ef-við-gerum-ekki-eitthvað-þá-deyja-allir“ formúlunni“ – Empire

„Frá aðdáendum til aðdáenda“ – JoBlo

„Ryan Reynolds fer á fullt og þeytir af sér brandörum í þessari fáranlega fyndnu upphafsmynd“ – Variety

„Mjög grimm, mjög skítug og mjög fyndin mynd sem gerir grín að öllum ofurhetjumyndum og fyrsta ‘óhreina’ Marvel myndin“ – Hollywood Reporter

En… enginn þessara gagnrýnenda hefur notið alls til fulls sem Deadpool hefur upp á að bjóða. Það sem hingað til hefur verið haldið leyndu er að það eru tvö atriði eftir kreditlistann. Myndin hefur bara verið sýnd með einu atriði og verður hitt atriðið sýnt um leið og myndin fer í almennar sýningar.

Það er því eins gott að halda rössunum í sætunum og sjá hvaða aukaefni Deadpool hefur upp á að bjóða því að það verður eflaust mjög gott.