… þá viljum við endilega heyra frá þér hver er eftirminnilegasti og besti frasinn (eða mónólógurinn) sem Keanu Reeves hefur reitt af sér… frá upphafi.


Nýlega lenti John Wick: Chapter 2 á DVD og VOD-inu. Sú mynd sýnir fimmtuga (?!) sjarmörinn í algeru toppformi og gefur hún fyrri myndinni lítið eftir samkvæmt dómum og almennum viðbrögðum.

Hasar- og slagsmálasenurnar eru hreint geggjaðar og tókst framhaldinu einnig að stækka þennan ýkta, forvitnilega heim launmorðingja sem þarna fylgir með, auk reglur þeirra. Svo er erfitt að standast það að sjá þarna Laurence Fishburne í bullandi stuði í litlu gestahlutverki – og með svona smitandi hlátur.

En… til þess að taka þátt í litla leiknum okkar þarftu ekki nema að  kommenta hér fyrir neðan þann frasa sem þér þykir Keanu hafa mest staðið upp úr með – hvort sem er um að ræða manninn sem töffara eða… tja… ekki-svo-miklum töffara, sem þýðir að allt er leyft frá Matrix, Point Break til Knock Knock, Dracula eða epíska hnerrsins úr Lake House.

Hugsaðu bara um eftirminnilegasta mómentið. Og það er að sjálfsögðu sterkur plús ef vídeólinkur fylgir með.

Í boði eru fimm DVD eintök tótal af Chapter 2. Kannski verður þú svo heppin/n að eignast eitt þeirra.

Drögum út 1. júlí.