“One girl. One city. One night. One take.”

Victoria er ótrúlegt afrek. Myndin er rúmir tveir tímar og er tekin upp í einni töku. Mér skilst að það hafi þurft þrjár tilraunir til að ná þessu en undirbúningurinn hefur verið gríðarlegur. Myndin er samt miklu meira en þetta eina gimmick. Sagan er svo sem einföld, en hún sogar mann inn, forðast klisjur og verður mjög spennandi þegar líður á. Myndin gerist í Berlín og persónurnar tala bæði þýsku og ensku. Allur leikur er til fyrirmyndar og almennt er mjög auðvelt að mæla með þessari. Ég var alveg búinn á því eftir hana!

“You know, when I was 12 I can remember, I was like an old lady… just playing always the fucking piano.”


Leikstjóri: Sebastian Schipper (A Friend of Mine)