“Return to his swamp.”

Victor Crowley er í raun Hatchet 4, þessi titill hljómar bara betur. Það er hægt að horfa á svona mynd með brjálæðislega miklar væntingar, það eru bara mjög litlar líkur á að fjórða mynd í svona seríu sé einhver snilld. Það sem kom mér á óvart er hversu fyndin þessi mynd er. Fyrsti helmingurinn er meira og minna vel heppnuð grínmynd. Eftir það er bara sama gamla blóðbaðið í mýrunum, sem er svo sem gott og blessað. Þeir sem halda upp á þessa seríu ættu að verða mjög sáttir en það er lítið til að sannæra aðra að prófa.

“Ten years later, you are like the O.J. Simpson of Honey Island Swamp. Wouldn’t you say?”

Leikstjóri: Adam Green (Hatchet 1-2, Frozen, Digging up the Marrow)