Kvikmyndagerðarmaðurinn Edgar Wright á sér ágætan sess í hjörtum margra bíóáhugamanna, sérstaklega með titla eins og Shaun of the Dead, Hot Fuzz, Scott Pilgrim og The World’s End undir beltinu. Myndirnar hans eiga sér mikla költ-fylgjendur þó svo að þær séu ekkert brjálæðislega vinsælar hjá meginstraumnum, en spurning er hvort það eigi eftir að breytast þegar nýjasta mynd hans verður afhjúpuð nú í sumar.

Glæpagamanmyndin Baby Driver var forsýnd á South-by-Southwest í síðasta mánuði og hlaut ekki bara glimrandi góð viðbrögð, heldur hlaut hún sérstök áhorfendaverðlaun á hátíðinni. Myndin er sögð vera eins konar „musical heist-„mynd og mun tónlistarvalið spila stórt hlutverk ásamt bílaeltingaleikjum og léttflippuðu gríni.

Hér segir frá ungum og efnilegum strák sem kallar sig Baby (og er leikinn af Ansel Elgort). Hann gegnir því hættulega starfi að keyra glæpamenn burt frá vettvangi. Baby er talinn vera besti ökumaðurinn í bransanum, sökum þess að hann leikur eftir eyranu – bókstaflega. Hann skipuleggur alla flótta sína í takt við „playlista“, en akkúrat þegar hann hittir draumastelpuna sína (Lily James) og íhugar að leggja glæpaferilinn til hliðar fyrir hana er hann neyddur í stórt verkefni sem gæti orðið hans síðasta. Bara ef vel gengur.

Jamie Foxx, Kevin Spacey, Jon Hamm og Jon Bernthal fara líka með hlutverk í myndinni.

Baby Driver átti upphaflega að vera frumsýnd í ágúst í bandaríkjunum en nýlega var ákveðið að færa hana framar til lok júnímánaðar. Búið er að staðfesta það að myndin verði einnig færð fram hérlendis og brunar hún í bíó 28. júní.

Hér er það sem gagnrýnendur vestanhafs hafa verið að segja um myndina:

„Like all Edgar Wright movies, „Baby Driver“ is a blast, featuring wall-to-wall music and a surfeit of inspired ideas.“ – Variety

„Equal parts slapstick and visceral thrills, but never too far from a reality check.“ – IndieWire

„Plays out like blasting your coolest friend’s record collection in your car at 100 mph on the Atlanta freeway while cops close in on all sides – essentially what happens in the movie again and again, to always-riveting effect.“ – New York Magazine

„A sweet and speed-crazed crime film you can dance to.“ – Hollywood Reporter

„With Baby Driver, Edgar Wright is officially five-for-five, a rare accomplishment in filmmaking and one that basically guarantees his elevation to all-timer status. (9/10)“ – ScreenCrush

„This is a ride well worth taking and one that will leave you with a smile on your face (and many, many earworms) long after credits roll.“ – Nerdist

„A curious blend of heightened comical world building and legitimate tragedy and danger.“ – Vanity Fair

„Wright creates a delightful new film that is sure to satisfy his legions of fans.“ – IGN Movies

„Baby Driver is exhilarating, fantastically entertaining, and mildly frustrating, all at the same time. Wright’s directorial execution has never been better, and he’s able to construct chase sequences that put the Fast and Furious series to shame.“ – The Verge