Warner eru öflugir í því að sjá til þess að halda jákvæðum fókus á Batman og Legóeintakið hefur vel tekist að kitla komu sína, tvisvar sinnum á einni viku (fyrri tíserinn má sjá hér) þó hann mæti ekki í bíó fyrr en á næsta ári.

„When you’re as super as me, you don’t get just one trailer, you get two trailers, in one week“ eins og Legó-Blaki segir sjálfur. Hann sparar ekki stóru orðin í þessum tíser frekar en meinfyndna egóið, og Ralph Fiennes stefnir í það að brillera sem Alfred.