Íslendingar ættu vel að þekkja til frönsku gamanmyndarinnar Intouchables. Hún gerði allt vitlaust í kvikmyndahúsum hér sumarið 2012 og telst sem ein aðsóknarmesta mynd allra tíma hér á landi af þeim sem eru hvorki á íslensku né ensku.

Reyndar fór þessi kvikmynd almennt mikla sigurför um allan heim og sló í gegn í hverju landinu á fætur öðru, auk þess að vera ein sú vinsælasta í heimalandi sínu frá upphafi. Hins vegar er þessi stálhressa, heillandi og bráðfyndna mynd ekki sérlega þekkt í Bandaríkjunum, og það þýðir að sjálfsögðu að sé á teikniborðinu að endurgera hana!

maxresdefault9-600x338

Intouchables fjallaði um ríkan aðalsmann sem lenti í slysi og lamaðist fyrir neðan háls. Hann auglýsir eftir aðstoðarmanni sem getur búið hjá honum og hugsað um sig. Ungur afbrotamaður úr fátækrahverfunum mætir í viðtal en hefur í raun ekki áhuga á starfinu. Sér til undrunar er hann ráðinn og mennirnir tveir þróa með sér djúpan vinskap í kjölfarið, stappfullan af kostulegum aðstæðum.

Þeir Omar Sy og François Cluzet fóru alveg á kostum í myndinni sem þeir Driss og Philippe, og samkvæmt Variety eru samningsviðræður í fullum gangi um að hreppa Kevin Hart og Bryan Cranston í sömu hlutverk.

Endurgerðin hefur verið í þróun í nokkur ár hjá Weinstein-bræðrum en einnig þykir líklegt að sé búið að negla niður leikstjóra, sem verður að öllum líkindum Simon Curtis, sem gerði m.a. My Week with Marilyn árið 2011.

cranston-hart

Sama hvernig fer með þessa endurgerð er nokkuð ljós að hún muni ekki eiga séns í svipað umtal og frumgerðin, og það mun þurfa mikið til þess að Kevin Hart nái að kalla upp sömu töfra og Omar Sy, til dæmis í þessu atriði: