Liðin eru heil fimmtán ár síðan Vin Diesel gerðist svo bjartsýnn að halda að kominn væri eins konar nýr James Bond fyrir tölvuleikjakynslóðina, það var þegar xXx kom út og ruddi veginn fyrir rokkandi hasarseríu… sem fjaraði býsna fljótt út.*

En nú á næsta ári snýr Xander Cage aftur í bíó til að láta reyna á eigið mikilvægi og aðdráttarafl í miðaaðsókn. Með honum mæta Samuel L. Jackson, Tony Jaa, Toni Collette, Donnie Yen og Ruby Rose, og við stjórnvölinn situr D.J. Caruso, leikstjóri I Am Number Four, Eagle Eye og The Salton Sea. xXx: Return of Xander Cage lauk einmitt tökum fyrir stuttu og virðist eftirvinnsluferlinu ganga vel… fyrir utan eitt.

Diesel hefur verið duglegur að leggja hlutina á borðið og leynir ekki áhuga sínum fyrir endurkomu Cage (og vonum að hann klári Riddick-söguna einn daginn af…) og á samfélagsmiðlum sagði hann að nú færi í gang prósessinn að bæta smá fitu við lengdina á myndinni. Þetta sagði Vin:

„I don’t want to say anything negative, but I have to be honest. If there was one complaint I had about xXx the first cut, it’s too short. I wanted more… When people have been waiting fifteen years for this franchise to return, you can’t just give them an hour and a half. It’s not fair because you just want more.”

Þar höfum við það. Myndin virðist vera of stutt í því klippta formi sem hún stendur núna. Hafa þá aðstandendur allan veturinn til þess að bæta við hasar, uppfyllingar eða sterafjör til að Cage aðdáendur gangi vonandi sáttari út með miðakaupin.

Myndin verður frumsýnd í janúar á næsta ári.

 

*Því minna sem er nokkurn tímann minnst á Ice Cube myndina, því betra.