Geostorm - 20. október
Þegar loftslagsbreytingar ógnar öllu lífi á Jörðinni, þá sameinast yfirvöld um allan heim um að búa til Dutch Boy verkefnið: alheimsnet gervihnatta allt í kringum jörðina, sem eru vopnuð búnaði til að hindra náttúruhamfarir. Eftir að hafa verndað plánetuna gegn hamförum í tvö ár, þá fer eitthvað að fara úrskeiðis. Tveir bræður fá það verkefni að leysa vandamálið áður en alheimsstormur veldur óbætanlegum skaða.
The Nut Job 2 - 20. október
Ævintýramynd um sérvitran íkorna, Surly, og vini hans, Buddy, Andie og Precious. Þau komast að því að borgarstjóri Oaktonborgar ætlar sér að byggja stærðarinnar, og frekar tötralegan, skemmtigarð akkúrat þar sem almenningsgarðurinn stendur. Það er í þeirra höndum að stöðva borgarstjórann og koma í veg fyrir að heimilið þeirra verði lagt í rúst.
Happy Death Day - 20. október
Tree Gelbman verður að upplifa afmælisdaginn sinn ótal sinnum til að komast að því hver reynir að myrða hana og hvers vegna. Spennutryllir af bestu gerð.
Thor: Ragnarok - 27. október
Thor er fangelsaður í hinum enda alheimsins án hamarsins síns og er í kapphlaupi við tímann til að komast aftur heim til Ásgarðs til að stöðva heimsendi sem hin miskunnarlausu Hela er ábyrg fyrir. En fyrst verður hann að berjast fyrir lífi sínu í skylmingarþrælakeppni þar sem honum er att gegn fyrrum bandamanni sínum, Hulk.
Rökkur - 27. október
Nokkrum mánuðum eftir sambandsslitin fær Gunnar símhringingu frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hræddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp í sveit þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér … þeir eru ekki einir.
The Foreigner - 27. október
Quan er auðmjúkur viðskiptajöfur staðsettur í London. Hulin fortíð Quans leiðir til þess að dóttir hans deyr í hræðilegur tilræði hryðjuverkamanna. Hann lendir í háskaleik við breskann opinberan starfsmann sem gæti haft upplýsingar um hverjir hryðjuverkamennirnir eru og hvað hann gæti fundið þá.
Jigsaw - 27. október
Áttunda myndin í SAW hryllingsseríunni. Óhugnaðurinn hefur sjaldan verið huggulegri.
A Bad Moms Christmas - 03. nóvember
Vanvirtu og yfirkeyrðu mæðurnar Amy, Kiki og Carla ákveða að gera uppreisn gegn því ofuverki sem allar mæur verða að kljást við: jólunum. Eins og það sé ekki nóg að skapa hina fullkmnu hátíð, þá þurfa þær að stjana við mæður sínar þegar þær koma í heimsókn um jólin.
Thank You for Your Service - 10. nóvember
Saga um það hvaða áhrif stríð hefur á bandaríska hermenn eftir að þeir snúa aftur heim.
Only the Brave - 10. nóvember
Murder on the Orient Express - 10. nóvember
Justice League - 17. nóvember
Batman safnar liði af ofurhetjum, Wonder Woman, Aquaman, Cyborg og The Flash, til að sigrast á aðsteðjandi ógn.
Wonder - 17. nóvember
Hjartnæm og fyndin saga um August „Auggie” Pullman, ungur drengur með afmyndað andlit. Eftir margra ára aðgerðir hefur hann nám í skóla. Þar tekst honum að fá fólk til að sjá hann sem ósköp venjulegan dreng og að skilja að fegurð er ekki metin á yfirborðinu.
Death Wish - 24. nóvember
Death Wish segir frá lækni í Chicago sem tekur lögin í eigin hendur þegar eiginkona hans er myrt og dóttur nauðgað. Endurgerð sígildrar klassíkar.
Coco - 24. nóvember
Myndin segir frá 12 ára gömlum strák, Miguel, en röð atburða fer af stað, sem tengjast aldagamalli ráðgátu, sem leiðir óvenjulega fjölskylduendurfunda.
Renegades - 01. desember
Sérsveitamenn Navy SEAL finna neðansjávarfjarsjóð í Bosnísku stöðuvatni.
Daddy's Home 2 - 01. desember
Í myndinni hafa þeir Dusty og Brad ákveðið að taka höndum saman um að halda hin fullkomnu jól fyrir börnin. Það reynir hinsvegar á þessa nýtilkomnu vináttu þeirra þegar karlremban faðir Dusty, sem Mel Gibson leikur, og er allur af gamla skólanum, og hinn ofurblíði og tillitssami faðir Brad, sem John Lithgow leikur, mæta á svæðið og hleypa öllum undirbúningi í uppnám.
Unlocked - 08. desember
Alice Racine er sérfræðingur í yfirheyrslum hjá CIA. Hún er kölluð til að yfirheyra meintan hryðjuverkamann en í miðju verkefni áttar hún sig á því að yfirheyrslan sjálf er gildra, sett á svið til að veiða upplýsingar upp úr henni sjálfri. Um leið hefst óvænt atburðarás og hún kemst að því að í bígerð er að gera sýklavopnaárás á London sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Alice verður að stöðva það en vandamálið er að hún veit ekki lengur hverjum hún getur treyst. 
Star Wars: Episode VIII - The Last Jedi - 15. desember
Ferdinand - 22. desember
Ferdinand er stórt og mikið naut. En hann er ekki allur það sem hann er séður.
Pitch Perfect 3 - 26. desember
Enn og aftur snúa Bellurnar söngelsku til baka. Eftir að þær unnu heimsmeistaramótið sundrast hópurinn og þær komast brátt að því að það er ekki auðvelt að fá vinnu sem tónlistamaður. En Bellurnar fá annað tækifæri til að koma fram sem sönghópur og búa til geggjaða tónlist.
Jumanji: Welcome to the Jungle - 26. desember
Í þessu glænýja Jumanji ævintýri finna fjögur ungmenni gamlan tölvuleik. Þau heillast af frumskógarfídusinum í leiknum þar sem þau geta spilað sem fullorðnar tölvuleikjapersónur, leiknar af Dwayne Johnson, Jack Black, Kevin Hart, og Karen Gillan. Þau komast þó fljótt að því að þetta er enginn venjulegur leikur því þau þurfa að lifa hremmingar leiksins af í raun og veru. Til þess að vinna leikinn og komast heilu og höldnu aftur til raunveruleikans þurfa þau að leggja af stað í hættulegasta ævintýri lífs þeirra og finna það sem Alan Parrish skildi eftir fyrir 20 árum – annars verða þau föst í leiknum að eilífu.
Lói - þú flýgur aldrei einn - 26. desember
Lói er ófleygur þegar haustið kemur og farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Hann þarf að lifa af harðan veturinn og kljást við grimma óvini til að eiga möguleika á að sameinast aftur ástvinum sínum að vori.
Bastards - 26. desember
Tvíburabræður fara í ferðalag að leita föður síns eftir að þeir komast að því að móðir þeirra hafði logið til um það í mörg ár að hann væri fallinn frá.