Nýjasti trailerinn fyrir eina af stærstu myndum næsta árs gefur upp talsvert betri mynd af framvindunni, nýju illmenni (sem alflestir Superman aðdáendur ættu strax að þekkja) og sýnir smátt og smátt hvernig Justice League teymið fer að mótast.

Það er ekki hægt að segja að sé ekki nóg um að vera í þessum trailer. Frá undirrituðum lítur þetta enn út eins og sé búið að klessa saman tveimur mismunandi bíómyndum í eina… en mikið hlakka ég til að sjá þær.

Ekki valda okkur vonbrigðum, Zack! (aftur, þ.e.a.s.)