cpbvycnpivqca6dgiadaFyrir stuttu var tilkynnt að Robert Downey Jr. hefur gert nýjan samning við Marvel um að mæta aukalega í nýjustu Spider-Man myndinni. Ekki er vitað hvort að hann mætir bara sem Tony Stark eða hvort hann mæti í Járnabúningnum til að hjálpa Spidey að berjast við óvin(i) hans.

Ekki er vitað neitt um söguþráð myndarinnar þannig stóra spurningin er, munu atburðir í myndinni gerast fyrir eða eftir Civil War? Ætli Peter Parker neyðist til þess að halda jafnvægi í lífinu eftir ‘stríðið’, og til þess ætlar hann að mæta á lokadansleik skólans? Bara gisk, þar sem þessi undirtitill er hrikalegur.

Spider-Man: Homecoming fer í tökur nú í sumar til og verður frumsýnd 7. júlí 2017.

Með helstu hlutverk fara Tom Holland, Marisa Tomei og auðvitað Robert Downey Jr. Ekki hefur en verið ráðið í hlutverk illmennsins en það mun líklegast gerast á næstu dögum.

Á nótum tengdum þessum fréttum eru góðvinir okkar Nexus að halda forsýningu á Civil War, þannig ef þið eruð að missa vatnið yfir þeirri mynd, endilega skellið ykkur til þeirra að kaupa miða og sjá myndina á undan öllum öðrum.