„Escaping the prison of life.“

Fangelsi er heillandi heimur og þó svo að flest okkar hafa aldrei komið á slíkan stað getur maður ímyndað sér óttann sem fylgir því að fara einn inn í stóra stofnum sem hýsir mikinn fjölda af hörðum glæpamönnum. A Prophet segir sögu af ungum smáglæpamanni sem lendir í slíkri stöðu og þarf að bjarga sér. Við ömurlegar aðstæður og almennt mikla hörku kemur hann sér í klíku sem notar hann sem senditík. Myndin fer þó líka talsvert út fyrir veggi fangelsisins og breytist þá í alvöru spennumynd. Ég ætla ekki að segja of mikið um söguna, læt nægja að segja að þessi mynd stendur undir öllu sem skrifað hefur verið um hana. Ef þið höfðuð gaman af myndum eins og Cool Hand Luke, Midnight Express, nú eða The Shawshank Redemption er A Prophet ómissandi!

Myndin vann Grand Prize of the Jury verðlaunin á Cannes og var framlag Frakka til bestu erlendu myndar á Óskarsverðlaunum 2010.

„The idea is to leave here a little smarter.“

Leikstjóri: Jacques Audiard (Rust and Bone, Dheepan)