Á meðan allir hasarmyndafíklar eru að bíða ólmir eftir nýju Raid myndinni, sem samkvæmt orðrómum kemur ekki út fyrr en 2019, mun aðalleikari þeirra mynda, Iko Uwais, leika í nokkrum hasarmyndum til að stytta okkur stundirnar.

Nýjasta mynd hans, Headshot, er ekkert að brjóta nein blöð þegar það kemur að frumleika í sínum söguþræði, en sama á svosem við um Raid, en af trailernum að dæma erum við að fá svaðalega hasarmynd í okkar hendur.

Hérna er svo sýnishornið af Iko að drepa mann og annan.