Fúlar fréttir fyrir aðdáendur heitustu hetjunnar í dag (sem er nýbúin að græja sér djúsí opnunartölur á frumsýningarhelgi sinni, og að fíla sig á toppnum með rúmar $300 milljónir á heimsvísu). TJ Miller, einn af leikurum myndarinnar, peppaði alla svo sterkt upp fyrir útgáfu að í haust kæmi lengri, „skítugri“ útgáfa af Deadpool.

Aðdáendur tóku það sem sama og staðfestingu þegar Ryan Reynolds talaði sífellt um hversu margar útgáfur af hverjum brandara fylgdu mörgum tökum. „Fyrir hvert stykki skrifuðum við svona 16 aðrar útgáfur„, mælti hann við Entertainment Weekly.

Nú hefur leikstjóri Deadpool, Tim Miller, hins vegar neitað því að annað eintak, og hvað þá leikstjórakött, sé í pípunum. Collider kannaði málið og Miller skaut þetta hratt niður. „Vil ekki alveg taka Joss Whedon á þetta, en nei, það verður ekki svoleiðis útgáfa. Það lentu einhverjar senur á klippigólfinu en allt efni sem ég er feginn að við tókum út. Ég er ánægður með myndina eins og hún er.“

Bætir hann þó við að eitthvað af ónotuðu senum munu sjást þegar Blu-Ray eintakið lendir, ásamt einhverju fleira ‘Deadpool-esk’ gleðiefni.

Deadpool 2 er annars komin í fulla vinnslu og vinna handritshöfundarnir á fullu. Auk þess hefur Stephen Lang hátt og skýrt opinberað tryllta áhuga sinn um að fá að leika Cable. Miller er talinn líklegur til þess að snúa aftur sem leikstjóri en ekki er enn búið að ganga frá þeim samningum. Í millitíðinni er ljóst að aðstandendur geta vel leyft sér að fagna trompandi velgengni myndarinnar.