Nexusmenn halda áfram að gleðja Alien-aðdáendur Íslands með stæl. Fyrir nokkrum vikum síðan var haldin tvöföld sýning á fyrstu tveimur myndunum, í toppgæðum og góðum sal, og nú á að fylgja því eftir með prequel-köflunum Prometheus og Alien: Covenant, eins og flestir vita eru báðar í leikstjórn Ridleys Scott. Töff framtak – þrátt fyrir að sú fyrrnefnda hafi skipt aðdáendum niður í tvær fylkingar, með hávaða.

Tvöfalda sýningin verður heilli viku á undan frumsýningardegi Covenant og fá því Alien-fíklar vænt forskot á sæluna, sérstaklega í ljósi þeirra fínu dóma sem nýja myndin er að fá. Hún hefur allavega fengið blessun Nexus. Þetta stendur á event-síðunni þeirra:

Eftir að hafa tekið umdeilda nýja stefnu með söguna með Prometheus árið 2012 er Ridley Scott kominn kyrfilega af stað með sögu sem færir hann nær upprunalegu mynd sinni Alien frá 1979.

Prometheus er þá í raun byrjunin á þessum nýja Alien sagnabálki, sem stendur til að tengja á endanum við upprunalegu myndina. Það eru fleiri myndir væntanlegar.

Okkur í Nexus fanst tilvalið að hafa Prometheus og Alien: Covenant saman á sýningu þar sem Alien: Covenant, þó að sjálfstæð sé, kallar á það að maður hafi séð Prometheus.

Veislan verður á miðvikudaginn, 10. maí í Smárabíói – og hefst þetta kl. 20:00.
Þá verður Prometheus rúlluð í gang. Um 22:30 hefst svo Covenant. Aðeins verður gert hlé á milli mynda, vissulega.

Báðar verða sýndar í 2D.

Nánar um viðburðinn hér. Miðar fást í Nexus í Nóatúni.

Vissulega…