Hinir virtu kvikmyndagerðarmenn, Alejandro Jodorowsky og Darren Aronofsky, verða heiðursgestir á Alþjóðalegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár, sem mun fara fram dagana 29. september til 9. október. Hátíðin verður haldin í þrettánda sinn og virðist þarna hafa komið með tvö grjótsterk trompspil.

noah-darren-aronofsky-slice

Aronofsky er vitanlega ekki ókunnugur okkar slóðum (þó það sé ekki ómögulegt að einhverjir íslendingar eigi eftir að skamma hann fyrir Noah) og þarf vart að kynna, en fyrir þá sem ekki vita er hann maðurinn sem gaf okkur m.a. Pi, Requiem for a Dream, The Fountain og Black Swan. Jodorowsky er költ-meistarinn sem stóð á bakvið perlurnar El Topo, The Holy Mountain og frumsýndi nýjustu kvikmynd sína Endless Poetry fyrir stuttu. Ólíkir listamenn, en báðir snillingar.

Ef þið hafið annars vegar aldrei horft á heimildarmyndina Jodorowsky’s Dune – eltið hana upp undir eins. Sjáið ekki eftir því.