Ef það er eitthvað sem Christopher Nolan á sameiginlegt með Quentin Tarantino, þá er það hlý væntumþykja fyrir filmum og eldri sýningar-formöttum. Eins og margir vita afhjúpaði Tarantino nýjustu mynd sína með stolti af 70 mm printi sem fór í takmarkaða dreifingu á heimsvísu.

Chris Nolan kynnir hér með sérstakt Q&A spjall með Tarantino að sýningu lokinni á myndinni, kvöld sem var partur af DGA (Director’s Guild of America) viðburði. Eins og má ímynda sér fylgir fróðlegt spjall milli meistaranna tveggja, og Chris sparar ekki aðdáun sína fyrir starfsbróður sínum.

 

(en… ath! ef þú hefur ekki ennþá séð The Hateful Eight, þá mælum við með því að forðast spoilera sem koma frá 14:10 til 17:20)