„Takes a little Hart and a big Johnson…“

Með þessum orðum er tónninn gefinn fyrir hasargrínmyndina Central Intelligence þar sem þeir Dwayne Johnson (eða „listamaðurinn áður þekktur sem The Rock“) og Kevin Hart koma sér í alls kyns steypu. Framvindan virðist vera honum Hart sérstaklega til mikillar mæðu í ljósi þess að vöðvastælti félagi hans dregur hann inn í stórhættulega atburðarás án hans formlega samþykki.

Þetta er annaðhvort (eða bæði) sígild eða klisjukennd formúla sem flestir þekkja til en það er eitthvað merkilega erfitt við það að hafna tilhugsuninni um að sjá Johnson vera í hærri gírnum á meðan Hart er blessunarlega tónaður niður.
Leikstjórinn er hinn sami og kom seinast með We’re the Millers og Dodgeball þar á undan.

Sýnd næsta sumar.