Hjá Nexusmönnum (og dömum) er alltaf nóg um að vera. Í þessari viku hittir á tvo sérstaka fögnuði hjá hörðum kvikmynda- og myndasögunördum. Þann 26. apríl verður haldinn svokallaður ‘Alien-dagurinn’ í ýmsum löndum, til þess sérstaklega að fagna því að Alien: Covenant mætir í bíó í næsta mánuði. Fögnuðurinn felur það í sér að vera með double-feature sýningu og Nexus tekur að sjálfsögðu þátt.

Á miðvikudeginum kl. 20:00 í Smárabíói gefst einstakt tækifæri að sjá ALIEN og ALIENS í kvikmyndahúsi í toppgæðum. Gert verður aðeins hlé á milli mynda og kostar 2200 kr. inn. Miðar eru vissulega aðgengilegir í Nexus á Nóatúni.

(ath. sýnd verður ‘theatrical’ útgáfan af Aliens)

Ónúmeruð sæti. Meira um viðburðinn hér.

Næsta dag verður síðan tekið á móti fyrstu stórmynd sumarsins með látum, en Nexus hyggst líka vera með forsýningu á GUARDIANS OF THE GALAXY VOL. 2, í 2D kl. 23:00. Miðinn er á 1900 kr og verður selt í númeruð sæti.

Nánar um þann event hér.

 

Engar afsakanir… Allir í bíó!