“Punishment comes one way or another.”

True Grit er önnur endurgerð Coen bræðra, sú fyrsta var The Ladykillers frá 2004 (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál). Það truflaði mig svolítið í fyrsta skipti sem ég sá True Grit en þá hafði ég nýlega séð þá klassísku með John Wayne frá 1969. Þessar myndir eru meira og minna eins en auðvitað bæta Coen bræður sínu kryddi í sína útgáfu sem gerir hana aðeins öðruvísi.

Það besta við þessa mynd eru frammistöður Jeff Bridges og Mattie Ross en bæði leika ólíkar en mjög þverar persónur sem rekast ítrekað á. Þetta er stór vestri með stórkostlegu landslagi og mjög skemmtilegum persónum. Coen bræður eru einmitt núna að gera þætti sem gerast í villta vestrinu, það er því tilvalið að rifja upp þessa mynd til að hita upp.

“You must pay for everything in this world, one way and another. There is nothing free except the grace of God.”

Leikstjóri: Ethan og Joel Coen (Raising Arizona, Millers Crossing, Fargo, The Big Lebowski, No Country For Old Men)