„A comedy about a corpse.“

Alfred Hitchcock er ekki beint þekktur fyrir grínmyndir. Það þarf hinsvegar ekki að koma á óvart að þessi grínmynd fjallar um morð. Sagan er gerð eftir skáldsögu Jack Trevor Story. Þetta er í raun farsi sem snýst um lík í smábæ sem enginn veit hvað á að gera við. Þetta er allt gott fólk en það nennir ekki að eiga við lögregluna svo líkið er grafið upp og niður eftir því sem þau fá nýjar hugmyndir. Samtölin erum mjög skemmtileg og leikarar til fyrirmyndar (meðal annars Shirley MacClaine). Gaman að sjá aðra hlið á Hitch.

„Blessed are they who expect nothing, for they shall not be disappointed.“

Leikstjóri: Alfred Hitchcock