„You’ll believe it when you see it!“

Troll Hunter er ein vanmetnasta kvikmynd undanfarinna ára. Hún er gerð í „found footage“ stílnum sem vinnur gegn henni að því leyti en hún á betra skilið. Fyrsti hálftími myndarinnar er nokkuð týpískur en svo skiptir hún um gír áður en þú getur sagt Blair Witch og þú ert kominn djúpt inn í tröllaheima.

Þetta er öðruvísi mynd, einhverskona blanda af ævintýri og raunveruleika sem er nokkuð einstök. Myndin fjallar um hóp ungs fólks sem rannsakar grunsamlegan bjarnadauða og eltir mann sem þau gruna um ódæðið. Í ljós kemur að kauði er tröllaveiðimaður, leikinn af Otto Jespersen. Ég var ekki meðvitaður um það en það eru víst til tröll í alvörunni og hið opinbera er að þagga þetta niður. Tröllin eru til í öllum stærðum og gerðum en skiptast fyrst og fremst í skógar- og fjallatröll. Við fáum að sjá nokkuð mörg tröll og það eru raunverulegir töfrar í loftinu. Mér fannst þessi hrikalega skemmtileg.

„Fairy tales are for kids. Trolls are animals. Predators. They eat, shit and mate. Eat anything they can.“

Stjörnur: 4 af 5

Leikstjóri: André Øvredal (The Autopsy of Jane Doe)