„A Passage to Hell.“

Þriðja kvikmynd Christopher Smith er algjört mind f#&k. Einhversstaðar sá ég henni lýst sem „a mean spirited Groundhog Day“ og það er ekki fjarri lagi þó að það sé langt frá því að vera nákvæm lýsing. Það er best að vita sem minnst um söguþráðinn en myndin er vel gerð og tónlistin skapar mjög sérstakt andrúmsloft. Ég fékk mikinn Twiligth Zone fýling þegar ég horfði á þesa mynd, sem er mjög jákvætt. Hún er sniðug og fær mann til að hugsa, jafnvel langt eftir að maður sér hana. Eitt atriði stendur sérstaklega upp úr sem eitt flottasta atriði sem ég man eftir í hryllingsmynd en það er best að segja sem minnst.

„I feel like I know this place.“

Leikstjóri: Christopher Smith (Creep, Severence, Black Death)