…loksins?

Eftir margra ára bið virðast þeir hjá Warner Bros. loksins vera tilbúnir að sameina Justice League á hvíta tjaldinu, en fyrir stuttu tilkynnti Entertainment Weekly að fyrsta kvikmyndin um eitt frægasta ofurhetju teymi fyrr og síðar, Justice League: Part 1 hefji framleiðslu 11. apríl næstkomandi.

Þessi tilkynning fer þvert á móti orðrómum sem höfðu flögrað um netið að Warner væru mjög stressaðir yfir tilvonandi viðtökum Batman V Superman: Dawn of Justice sem kemur út eftir sléttan mánuð, eða 23. Mars.

Orðrómarnir gáfu einnig í skyn að ef Dawn of Justice myndi ekki ná tilsettum væntingnum í hagnaði færu Warner í panikk og yrðu þá tilbúnir að skipta leikstjóra Justice League (sem og Dawn of Justice), Zack Snyder út fyrir einhvern annan. En Snyder, ásamt myndasögugúrúnum Geoff Jones og fleirum, skipar nefnd arkítekta nýja kvikmyndaða DC heimsins og með þeim fregnum að Justice League hefji framleiðslu bráðlega má alveg telja öruggt að Warner hafi fulla trú á Snyder og félögum og búist við góðum viðtökum fyrir Dawn of Justice.

Snyder skildi sjálfur eftir smá komment þar sem hann snertir á spennuna og á sama tíma áksorunina við að setja saman svona stórvirki:

„The idea that we could begin to boot up a Justice League concept was a cool thing, It was a little bit of an ‘about time’ moment, and I don’t blame [the studio] for feeling that way, because it’s a long time.“