Hollywood fær ekki nóg af því í dag að dæla út endurgerðir, ekki síður endurgerðir af endurgerðum. Hver man ekki eftir The Magnificent Seven frá 1960, sem var að sjálfsögðu endurgerð á japönsku myndinni Seven Samurai frá 1954?

Núna erum við að fá „þriðju“ myndina um hóp af sjö einstaklingum að bjarga litlum smábæ frá vondum útgangshópi sem er að gera bæjarbúum lífið leitt. Síðan kemur líka stóra spurningin, mun myndin vera bönnuð innan 12 eða 16 ára?

The Magnificent Seven er leikstýrð af Antoine Fuqua sem er með nokkrar fínar hasarmyndir á bakinu eins og Shooter, Training Day, The Equalizer og Olympus has Fallen. Fuqua situr á fínu hlaðborði leikara, en sjömenningana skipa Denzel Washington, Chris Pratt, Vincent D’Onofrio, Haley Bennett, Ethan Hawke, Byung-hun Lee, Manuel Garcia-Rulfo og Martin Sensmeier.

Myndin kemur út í september á þessu ári, en nóg af tali, hér er stiklan.