Terminator myndabálkinn virðist jafn erfitt að tortíma og titilkarakterinn sjálfan,(jafnvel eftir góða tilraun til þess með Genysis) en sjötta mynd seríunnar hefur fengið nýtt líf í formi Tim Miller, sem er hvað þekktastur fyrir orðljótu ofurhetjumyndina Deadpool.

James Cameron, upphafsmaður seríunnar hefur heitið því að vera nánari framleiðslunni í þetta skiptið og Schwarzenegger er (aftur) mættur aftur. Gæti orðið gott en það sama sögðu menn um Genysis þannig ég mæli með vott af tortryggni til að forðast slík vonbrigði fyrirfram.