„Movie? What movie?“

Top Secret er ein fyndnasta mynd allra tíma. Myndin er auðvitað algjör vitleysa frá byrjun til enda líkt og Airplane og The Naked Gun. Það líða varla 2 mínútur án þess að maður hlæji (eitthvað sem gerist aldrei í nýjum grínmyndum) og það er merki um frábæra grínmynd. Val Kilmer er í aðalhlutverki sem töffarinn Nick Rivers. Þetta er fyrsta mynd Kilmer en hann virðist óhræddur við að láta bara vaða og vona það besta. Það eru svo mörg æðislega kjánaleg atriði í þessari mynd, eins og þetta með risastóra símann og stækkunarglerið, alltaf jafn fyndið. Zucker bræður og Jim Abrahams eru grín guðir, sjáið þessa.

„I know a little German. He’s sitting over there.“

Leikstjórar: Jim Abrahams, David Zucker & Jerry Zucker (Airplane, The Naked Gun)