“Eddy Kay is wired to explode.”

Timebomb er skemmtleg 90’s spennuræma sem ég hafði ekki séð áður. Hér er hinn frábæri Michael Biehn í aðalhlutverki, sjö árum eftir The Terminator. Hlutverk hans í þessari mynd minnti mig reyndar mikið á Kyle Reese og Sarah Connor á flótta undan einhverju sem myndi aldrei gefast upp. Sagan er reyndar mjög ólík, en það eru hliðstæður.

Úrsmiður verður fórnarlamb líkamsárásar og sannfærist um að einhver sé að reyna að drepa hann. Smám saman fara bældar minningar að koma í ljós og dularfull fortíð læðist upp á yfirborðið. Þetta er spennandi mynd með hraðri atburðarrás og góðu illmenni. Hún skilur kannski ekki mikið eftir sig en sem afþreying svínvirkar þessi tifandi tímasprengja.

“I know who I am, somebody is trying to make me think I don’t know who I am.”

 

Leikstjóri: Avi Nesher (Doppelganger)