Hvítur táknar jafnrétti. Myndin fjallar um pólskann mann sem er svikinn og tekinn ósmurður í óæðri endann af franskri eiginkonu sinni. Hann leggur allt í sölurnar til að vinna sig upp aftur og jafnvel ná að hefna sín, þ.e. öðlast „jafnrétti“. Þessi mynd er mun léttari en Blár og Rauður. Hvítur er næstum því grínmynd en hún er samt talsvert dramatísk. Pólverjinn, leikinn af Zbigniew Zamachowski (reynið að segja þetta þrisvar í röð), er háflgerður auli en talsvert úræðagóður. Til dæmis tekst honum að smygla sjálfum sér til Póllands í ferðatösku. Eiginkona, leikin af mikilli snilld af Julie Delpy (úr Killing Zoe og Before Sunrise/Sunset), er æðisleg tík, hreinræktuð illska. Mér fannst Hvítur betri en Blár en er sennilega í minnihluta.

„That was a blank. The next one’s real.“

Leikstjóri: Krzysztof Kieslowski