“One unsolved murder. Three sides of the story.”

Three Billboards Outside Ebbing, Missouri er þriðja kvikmynd Martin McDonagh sem gerði hina frábæru In Bruges. Hér tekst hann á við suðurríki Bandaríkjanna og sýnir enga miskunn. Persónur eru í ýktari kantinum og mér fannst helsti veikleiki myndarinnar vera tengdar persónum sem voru aðeins of klysjukenndar fyrir minn smekk. Góða svarta löggan og heimska kærasta hins fyrrverandi svo dæmi sé tekið.

Þetta dró hinsvegar ekki úr þeirri ánægju sem ég fékk úr myndinni en hún er virkilega góð og er líkleg til að hirða nokkur Óskarsverðlaun þetta árið, sérstaklega eftir gott gengi á Golden Globe. Francis McDormand og Sam Rockwell stand upp úr og skila bæði krefjandi hlutverkum af sér með glans. Myndin er mjög dramatísk en samt mjög fyndin sem mér fannst nokkuð óvænt. Endilega sjáið þessa í bíó.

“So how’s it all going in the nigger-torturing business, Dixon?”

Leikstjóri: Martin McDonagh (In Bruges, Seven Psychopaths)