Það er oft svo áhugavert að horfa á ónotaðar senur úr bíómyndum og sérstaklega þessum stóru sem trekkja inn aðdáendurna í bílförmum. Stundum eru myndir dýrmæt atriði skorin niður til að lengja myndina ekki fullmikið, stundum þjóna þau engum tilgangi eða endurtaka einhvern annan punkt. Engu að síður hafa Marvel aukaefnin boðið upp á nóg af svona löguðu.

Hér má annars sjá atriði eftir fæðingu Vision í Avengers: Age of Ultron, þar sem vinskapur hans og Þórs byrjaði ekki á bestu nótunum. Leitt er að þetta hafi ekki endað í lokaklippinu því þarna er bráðnauðsynlega aðeins meira kafað út í getu og krafta fígúrunnar sem Paul Bettany leikur svo glæsilega Atriðið er þó áberandi óklárað eins og brynja Tonys Stark sýnir okkur eða búningur Bettanys. Njótið!