“There was darkness.”

Önnur myndin um Þór er dekkri og alvarlegri eins og svo mörg framhöld, en það skilar ekki alltaf betri mynd. Myndin er útlitslega mjög flott og það er margt sem svínvirkar. Í þetta skipti fáum við miklu meira af Þór sem ofurhetju, með alla sína krafta og hamarinn hingað og þangað. Persóna Þórs er líka orðin þroskaðri, en hér hefur fyrsta Avengers myndin átt sér stað. Loki er mættur aftur en hann gerir allar þessar myndir um það bil helmingi betri.

Þetta er fín Marvel mynd en það voru nokkrir hlutir sem trufluðu mig. Illmennið Malekith var frekar lélegt. Meira og minna allt sem gerist á Jörðinni fannst mér líka hálf mishepppnað. Persóna Natalie Portman, Jane Foster, var frekar týpísk “damsel in distress” og aðstoðarmaður hennar (og lærlingurinn) var alveg óþolandi. Þetta er samt risastór og rándýr Marvel mynd með öllu sem því tilheyrir. Það er margt gott við hana þrátt fyrir galla en það var gaman að sjá að þriðja myndin fer í allt aðra átt.

“She does not belong here in Asgard any more than a goat belongs at a banquet table!”

Leikstjóri: Alan Taylor (Terminator Genisys)