Algengasta kvörtunin sem Star Wars: The Force Awakens fékk á sig þegar hún kom út var að hún speglaði A New Hope fullmikið, án þess að fara nægilega mikið í nýjar áttir. Þessi kvörtun lagðist mismikið í aðdáendur seríunnar en nú má sjá í vídeóformi að samanburðurinn er ekki bara efnislegur, heldur er góður haugur af sjónrænum rímum þarna líka.

Skoðið.