Hvað eiga Heaven’s Gate, Cleopatra, The Golden Compass og Kingdom of Heaven (svo aðeins örfáar séu nefndar) sérstaklega sameiginlegt?
Nú auðvitað sögur af framleiðsluklúðri og heilmikilli afskiptasemi framleiðenda yfir lokaklippinu.

Stundum kemur þetta frá hræðslu við lengd, tón, almenna áhættu, ósætti við endi eða stefnur. Stundum geta leikstjórar leyft sér aðeins of mikið en oft eru stúdíóhausarnir bara í því að lama góðar sögur af hinum plebbalegustu ástæðum.

Líka kemur fyrir að góð bíómynd hafi verið dauðadæmd frá upphafi en hituð togstreita milli leikstjóra og framleiðenda getur leitt til argasta stórslyss þegar þeir deila ekki sömu heildarsýn.

Topplistahöfðingjarnir hjá WatchMojo koma hér með glæsilega upptalningu á þekktustu skemmdarverkunum.